Stangarstökkskeppni.

Stangarstökkskeppni.

Keppendur að þessu sinni voru tveir, þeir Bogi Eggertsson og annar þjálfari hans Ævar Örn Úlfarsson.

Byrjunarhæðin var sett í tvo metra og vippaði Bogi sér yfir þá hæð með tilþrifum í fyrstu tilraun. Eitthvað virtist tækninvefjast fyrir þjálfaranum þar sem hann notaði allar þrjár tilraunir sínar og komst með naumindum yfir rána. Aðspurður sagðistÆvar ekki vera vanur stönginni, hún væri aðeins gerð fyrir 50kg menn.

En áfram hélt keppnin, ráin var nú í 2,10m. Bogi þurfti aftur ekki nema eina tilraun en Ævar átti enn í basli, komst þó yfirí annarri tilraun. Bogi hafði nú örugga forystu í keppninni en það átti eftir að breytast.

Ráin var sett í 2,20m og Ævar var fyrri til að stökkva. Karlinn gerði sér lítið fyrir og fór yfir í fyrstu tilraun. Eitthvaðvirðist þetta hafa slegið Boga út af laginu því hann felldi þrisvar sinnum og þar með stóð Ævar uppi sem sigurverari.

Eftir keppnina sagði Ævar í viðtali að hann hafi tekið þá ákvörðun að hækka gripið á stönginni í þeirri von að hún myndi ekkibrotna og sagði það lykilinn að góðu gengi.

Bogi neitaði að tala við fréttamann, en ljóst er að hann ásamt kollega sínum Sindra Sigurðssyni verður að teljast líklegurtil að höggva nærri íslandsmeti stráka í stangarstökki.

Aðrar fréttir