Starfshópur gegn ofbeldi

Í kjölfar umræðu um kynferðisofbeldi meðal íþróttafólks sem fjallað var um í tengslum við #metoo umræðuna, hefur FH sett saman starfshóp sem ætlað er að setja saman áætlun/ferla ef slík mál koma upp hjá félaginu. Hópurinn nýtur aðstoðar Hafdísar Hinriksdóttur, sérfræðings hjá Bjarkahlíð miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Áætlað er að starfshópurinn skili af sér siðareglum fyrir félagið á næstu vikum. Auk Hafdísar koma fulltrúar aðalstjórnar og allra deilda að þessari vinnu.

 

Aðrar fréttir