Stelpurnar áfram í bikarnum

Stelpurnar áfram í bikarnum

FH lagði Aftureldingu í 16-liða úrslitum Coca Cola bikar kvenna í handbolta 26-18 eftir að staðan hafði verið 12-9 í hálfleik. Þetta var önnur viðureign liðanna á nokkrum dögum og vann FH báða leikina, fyrst í Mosfellsbæ og nú í Kaplakrika.

Hér má sjá umfjöllun Handbolti.org um leikinn:

FH áfram eftir sigur á Aftureldingu

Hulda lék mjög vel í fjarveru Sigrúnar sem fingurbrotnaði í fyrri leiknum. Hún skoraði fjögur mörk en Steinunn Snorra var sem fyrr markahæst með sex mörk. Ingibjörg skoraði fjögur, Rakel og Berglind þrjú, Birna og Aníta tvö og Birta og Steinunn Guðjóns með sitt markið hvor. Saga kom inn á í markið og varði 13 bolta.

Handbolti tók viðtöl við Huldu og Sigrúnu.

Viðtal við Huldu

Viðtal við Sigrúnu

Næsti leikur FH er gegn Gróttu á laugardag kl. 16:00 í Kaplakrika.

Aðrar fréttir