Stelpurnar "Blogga" frá Albufera

Stelpurnar "Blogga" frá Albufera

Jæja, góðan daginn góðir hálsar.
Smá fréttir héðan úr sólinni á Albufeira, Portúgal.

Aðstaðan er frábær, 4 stjörnu hótel með sundlaug, borðtennisborði, pool borði, tennisvöllum og meistaradeildinni í beinni ☺
Við höfum æft 2svar á dag, auk æfingaleikja við hin íslensku liðin. Æfingarnar hafa verið virkilega skemmtilegar, og hafa tveir gestaþjálfarar heimsótt okkur. Enginn annar en Þorgrímur „tár, bros og takkaskór“ Þráinsson stjórnaði annarri æfingunni en þær Gréta Brands og Sif Stefáns stjórnuðu „vinstrifótaræfingu“ þar sem söngur spilaði stórt hlutverk.
2.fl spilaði æfingaleik við 3.fl Stjörnunnar sem endaði með jafntefli 1-1. Degi síðar spiluðu þær aftur við Stjörnuna, en þá við 2.fl. Sá leikur endaði með FH sigri, 4-2.
Meistaraflokkur spilaði við mfl. Stjörnunnar og endaði sá leikur með 3-1 tapi. Mfl spilar svo við Hauka á laugardaginn þar sem sigur er að sjálfsögðu skilyrði.
Fyrir utan fótbolta þá höfum við notað tímann vel, skýin voru svo góð að forða sér fyrir komu okkar svo við höfum notið sólarinnar í botn ☺ Verslanirnar hafa verið kembdar þokkalega og svo má ekki gleyma 18 ára afmæli „multi-talentsins“ Ebbu sem undirbýr sig um þessar mundir fyrir stórleik í leikritinu Gay Paris þar sem hún kemur til með að leika njósnarann Stöngul.
Nú í kvöld er svo nuddkvöldið mikla. Ég sit hérna og horfi á stelpurnar nuddum hverja aðra undir stjórn Þórunnar sjúkraþjálfara við rólega og rómó tóna. Þær biðja að heilsa ☺
Ó ljúfa líf……

hilsen, Silja Þórðar.

Aðrar fréttir