Stelpurnar fá Gróttu í heimsókn

Stelpurnar fá Gróttu í heimsókn

FH og Grótta mætast í N1 deild kvenna laugardaginn 20. nóvember kl
13.45.

Stelpurnar okkar hafa leikið sex leiki í deildinni, unnið tvo og tapað fjórum. Þær sitja í sjöunda sæti með jafn mörg stig og Haukar en stigi á eftir ÍBV og HK.

Vinni FH stelpur leikinn komast þær í fimmta sæti deildarinnar svo framarlega sem ÍBV vinni ekki Stjörnuna fyrr um daginn.

Það er því að miklu að keppa en Grótta er sýnd veiði en ekki gefin. Liðið er í níunda sæti og vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð gegn botnliði ÍR.

Við hvetjum alla FH-inga til að koma í Krikann og styðja okkar stelpur til sigurs.

Áfram FH

Aðrar fréttir