Stelpurnar óheppnar í Garðabæ

Stelpurnar óheppnar í Garðabæ

         

29-28

FH tapaði naumlega fyrir Stjörnunni í N1 deild kvenna í gær, 28-29.
Stelpurnar áttu heilt yfir mjög góðan leik og hefðu með herslumun getað
náð í a.m.k. 1 stig útúr leiknum. Stelpurnar áttu frábæran seinni
hálfleik en á kafla misnotuðu þær 3 víti í röð sem er alltof dýrt gegn
eins sterku liði og Stjörnunni. Það varð þeim sennilega að falli.
Stelpurnar náðu að jafna leikinn 28-28 þegar 30 sek voru eftir en
Stjörnustúlkur brunuðu þá í sókn og náðu góðu marki úr hægra horni rétt
fyrir leikslok og þar við sat.

Ragnhildur Guðmundsdóttir átti stórleik
og skoraði 11 mörk og Hildur Þorgeirsdóttir var einnig frábær með 7
stykki.

Svekkjandi úrslit en engu að síður góður leikur hjá liðinu og
mikið til að byggja á í framhaldinu. Nú er að taka þessa áræðni og
baráttu með sér í  STÓRleikinn geng Haukum næsta laugardag!
Fylgist með
umfjöllun á www.fh.is


Stelpurnar áttu góðan leik í gær

    

Aðrar fréttir