
Stelpurnar sigruðu í Mosó
FH-stelpurnar unnu stóran sigur á Aftureldingu í Mósó í Faxanum í kvöld. Staðan í leikhlé var 0-3 en í síðari hálfleik bætti FH við 5 mörkum. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir FH nokkrir en veðurfar var ekki eins og best verður á kosið að þessu sinni.
Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir og Sandra Björk Sigþórsdóttir fóru mikinn í liði FH og skoruðu 3 mörk hvor, Ana Rita Andrade Gomes 1 og Margrét Sveinsdóttir 1.
Framundan er erfiður leikur gegn sterku liði ÍBV, laugardaginn 27. næstkomandi í Kórnum kl. 16:30.
Leikurinn verður vafalaust spennandi en skemmst er að minnast þess að liðin háðu blóðuga baráttu um sæti úrvalsdeild síðastliðið sumar. Þar hafði FH betur á dramatískum lokamínútum á Hásteinsvelli í Eyjum. Í hita leiksins lét einn heimildamaður þessi fleygu ummæli falla í leikslok:
„þær fagna núna eins og vistmenn á kleppi sem hafa losnað úr spennitreyju“
Frábær árangur þar og ástæða til að gleðjast. Vonandi ná stelpurnar að standa sig vel á komandi keppnistímabili og sanna tilverurétt sinn meðal þeirra bestu.