Steven Lennon og Þórdís Eva íþróttafólk FH árið 2020

Knattspyrnumaðurinn Steven Lennon og frjálsíþróttakonan Þórdís Eva Steinsdóttir voru í dag kjörinn íþróttafólk FH árið 2020.

Íþróttakarl FH 2020 – Steven Lennon

Steven Lennon átti frábært tímabil árið 2020. Hann var valinn maður mótsins í Pepsí Max deild karla. Lennon var markahæsti leikmaður deildarinnar og fékk fékk þar með gullskóinn með 17 skoruð mörk. Hann átti aðeins tvö mörk í að jafna markametið þegar mótinu
var slaufið vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar mótið var blásið af voru 4 leikir eftir og því ansi miklar líkur á því að hann hefði
jafnað og jafnvel tekið markametið ef mótið hefði haldið áfram. Lennon er ekki bara frábær leikmaður heldur líka afburðar fagmaður sem er frábær fyrirmynd fyrir íþróttakrakka félagsins sem og alla sem honum kynnast.

 

Íþróttakona FH 2020 – Þórdís Eva Steinsdóttir

Þórdís Eva Steinsdóttir er íþróttakona FH en þann titil hlýtur hún þá sæmd fyrir 400m hlaup innanhúss, en hún hljóp á tímanum 55,89 sek, á Norðurlandameistaramótinu innanhúss í Helsinki í febrúar. Hún var margfaldur Íslandsmeistari á árinu, sigraði hún í 200 m hl og 400 m hl innanhúss og í 400 m hl og sjöþraut utanhúss. Var hún í sigurliði FH á Meistaramóti Íslands í kvennaflokki innanhúss ogí karla- og kvennaliði FH sem sigraði einnig samanlagt á Meistaramótinu innanhúss. Þá sigraði hún í 400 m hl í Bikarkeppni FRÍ innanhúss og var í sigurliði FH í kvennaflokki í Bikarkeppni FRÍ innanhúss og einnig varð hún Bikarmeistari FRÍ í kvenna – og karlaflokki innanhúss. Hún hefur verið ört vaxandi í spretthlaupum á síðustu árum, þá er hún einnig mjög liðtæk í stökkgreinum, og sigraði hún m.a. í sjöþraut utanhúss á Meistaramóti Íslands. Þórdís Eva hlaut 1015 stig fyrir 400 m hlaupið sem er frábær árangur. Þórdís er landsliðsmaður í frjálsíþróttum og keppti á eina landsliðsverkefninu á árinu og náði þar sínum besta árangri á árinu. Þórdís er í landsliðshóp fyrir árið 2020. Þórdís Eva var fjórða stigahæsta kona landsins í frjálsíþróttum á innanhússtímabilinu og fimmta stigahæsta konan utanhúss. Þórdís Eva er ung og efnileg og er góð fyrirmynd fyrir aðra íþróttamenn.

Steven Lennon

Þórdís Eva Steinsdóttir

Aðrar fréttir