Stjarnan – FH á laugardag

Stjarnan – FH á laugardag

FH heimsækir Stjörnuna í Mýrina í Garðabæ á morgun laugardag. Leikurinn hefst stundvíslega kl 16:00.
FH sigraði sinn fyrsta og eina leik í deildinni í haust gegn KA/Þór á dögunum en Stjarnan beið lægri hlut fyrir Val í fyrsta leik en sigraði síðan Fram þar á eftir. Það verður athyglisvert að sjá hvað stelpurnar okkar draga upp úr erminni og þrátt fyrir að liðunum sé spá ólíku gengi hefur FH yfirleitt gengið afar vel gegn Stjörnunni síðustu ár. Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna og styðja stelpurnar á morgun!

Aðrar fréttir