Stjarnan mætir í Krikann

Stjarnan mætir í Krikann

                              


N1 deild karla, fimmtudagurinn 29. janúar 2009, kl 19:30

Karlalið FH mun
fá Stjörnuna úr Garðabæ í heimsókn á fimmtudagskvöldið nk. kl 19:30. Stjarnan
hefur verið í ströggli í vetur innan vallar sem utan en hafa verið ná áttum
nýlega og fengið liðsstyrk. Það er því mjög erfitt verkefni framundan fyrir FH
liðið.



Gengi liðanna

Stjarnan hefur
aðeins unnið tvo leiki og gert 3 jafntefli. 7 hafa endað með tapi. Þeir unnu
góða sigra gegn HK og Akureyri og gerðu t.a.m. jafntefli við Val. Stjörnumenn
sitja nokkuð einangraðir í næstneðsta sæti með 7 stig, 4 stigum á undan Víkingi
en 5 stigum á eftir Akureyri. FH liðið hefur 14 stig hefur sigrað 6 leiki gert
tvö jafntefli en tapað 4 leikjum.

 

Stjörnuliðið

Stjarnan hefur
ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið en
liðið státar af hörkumannsskap. Margt hefur spilað inn í eins og meiðsli og bág
fjárhagsstaða en fyrir áramót sagði handknattleiksdeild upp öllum samningum við
leikmenn. Flestir hafa þó haldið áfram með liðinu að undanskildum Hermanni
Björnssyni sem gekk í raðir okkar FHinga og Fannari Friðgeirssyni sem fór aftur
í Val. Patrekur þjálfari tók sig svo til og fékk gamla refi inn eins og Gunnar
Örn Erlingsson markvörð, Björn Friðriksson og Þórólf Nielsen sem allir hafa
tekið fram skóna á ný en þeir léku lengi með Stjörnunni á árum áður. Patti tók
sig einnig til og kippti skónum ofan af hillunni. Síðast en ekki síst hafa þeir
fengið að láni frá okkur FHingum, Guðna Má Kristinsson en hann lék sinn fyrsta
leik með Stjörnunni gegn HK síðastliðinn fimmtudag. Stjarnan hefur síðan á að
skipa sterka leikmenn eins og Björgvin Hólmgeirsson, Vilhjálm Halldórsson og
Fannar Þorbjörnsson.

 

Undirbúningur

FH hafði
mikilvægan og gríðarlega góðan sigur gegn Fram á fimmtudaginn var og skellti
þar með toppliðinu og liðinu með besta gengið hingað til. FH liðið er því til
alls líklegt

Aðrar fréttir