Stórkostlegur sigur

Stórkostlegur sigur

FH stúlkur mættu með ermarnar brettar upp á axlir í Mýrina í dag. Leikgleðin skein úr hverju andliti og það var ljóst að þær ætluðu að selja sig dýrt enda með óbragð í munninum eftir fyrri viðureign við Stjörnuna. FH komst í 8-3 snemma leiks og hafði yfir 16-11 í hálfleik. Bóbó í markinu, nýkominn frá tannlækninum fyrr um daginn þar sem dregin var úr tönn, átti frábæran leik og varði hátt í 30 skot lék stórkostlega í fyrrihálfeik eins og reyndar allt liðið. Í seinni hálfleik kom Stjarnan ákveðin til leiks og var fljót að taka leikinn í sínar hendur. Þær komust yfir 20 -17 og allt stemmdi í öruggan Stjörnusigur. En FH-stelpurnar voru ekki hættar brettu enfrekar upp á ermarnar og gáfu í og höfðu að lokum óvæntan sigur 25-26 sigur. Það var hrein unun að flylgjast með grimmdinni í stelpunum, þær sýndu að það þær geta sigrað hvaða lið sem er og þær munu örugglega taka mörg stig í viðbót í vetur. Allar stelpurnar fá hrós í dag og ekki sist þjálfarinn Guðmundur Karlsson sem sýndi það að hann er líklega einn færasti þjálfarinn landsins. Áfram FH.

Aðrar fréttir