
Stórleikur: FH-ÍBV. Nú þurfa FH-ingar að standa þétt saman.
Það er óhætt að segja að það sé stórleikur framundan í Krikanum næsta fimmtudag. Og verkefnið er af stærri gerðinni þegar Eyjamenn koma í Krikann.
Það er óhætt að segja að það sé stórleikur framundan í Krikanum næstkomandi fimmtudagskvöld. Og verkefnið er af stærri gerðinni þegar Eyjamenn koma í Krikann. Eyjamenn sitja sem stendur í 2. sæti í deildinni með 22 stig og eru nánast búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor. ÍBV hefur sigrað í 6 af síðustu 7 leikjum í deildinni og leikið afar vel enda liðið frábærlega mannað auk þess að hafa einn besta leikmann landsins í Róbert Aroni Horstert sem við FH – ingar þekkjum vel frá því í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann lék með Fram.
Á sama tíma hefur FH – strákarnir átti í nokkru basli í deildinni. Nóg er búið að ræða og rita um þær hremmingar sem liðið hefur gengið í gegnum í meiðslamálunum. Einhver von er um að Ásbjörn, Sigurður og Ísak geti leiki með liðinu á fimmtudag en það er enn óljóst. Ef svo er ekki þurfa aðrir leikmenn að stíga upp og fylla þeirra skörð. Í síðustu umferð töpuðu FH – ingar fyrir Haukum í hörkuleik þótt að FH liðið hafi gefið nokkuð eftir í seinnihálfleik. Í umferðinni þar á undan sýndu okkar menn sitt rétta andlit og sigruðu nokkuð örugglega lið Vals sem hefur verið á hörku siglingu í deildinni.
FH liðið er þessa stundinna í 6 sæti deildarinnar með 15 stig. Liðið er hins vegar aðeins 1 stigi frá sæti í úrslitakeppninni þanngað sem að strákarnir stefna óhikað. Til þess að það takist þarf allt að ganga upp. Menn þurfa að rífa sig upp úr meiðsla grýlunni, menn þurfa að hver og einn að bæta sína frammistöðu og liðið þarf að rífa upp liðsheildina sem var svo sterk í framan af vetri. En síðasta en ekki síst þurfa stuðningsmenn FH að fylkja sér á bak við liðið og styðja það með ráð og dáð. Engin ástæða er til minnimáttarkendar gegn þessu frábæra liði ÍBV þar sem staða þessara liða í innbyrðisviðureignum er jöfn á þessari leiktíð, bæði lið hafa unnið einu sinni.
Strákarnir eru staðráðnir í að ná markmiðum sínum og koma sér í
úrslitakeppnina. Komdu með og sýndu stuðning þinn í verki í Krikanum á
fimmtudag. Munið stuðningorð Muggarana
„TRAUSTIR Í MEÐBYR – TRYGGIR Í MÓTBYR“
FH – ÍBV fimmtudagur kl. 19:30 í Kaplakrika.
ÁFRAM FH