Stórleikur í Krikanum á sunnudaginn

Stórleikur í Krikanum á sunnudaginn

Á sunnudaginn fer fram stórleikur í Kaplakrika. Nei, við erum ekki að tala um úrslitaleikinn á EM, sem þó verður sýndur í Sjónarhól, heldur leik FH og HK í undanúrslitum SS bikarsins í 3. flokki karla.

Strákarnir í 3. flokki hafa verið á mikilli siglingu í deildinni í vetur og eru enn ósigraðir í efsta sæti. Þeir hafa einungis tapað einu stigi, en það var í jafnteflisleik gegn HK, sem eru einmitt í öðru sæti. Sá leikur verður nú að teljast einn sá mest spennandi sem leikinn hefur verið í Krikanum á undanförnum árum, og því er ljóst að allir handboltaunnendur ættu að geta haft gaman af leik þessara liða á sunnudaginn.

Leikurinn hefst kl. 18.00 og því er tilvalið að klára úrslitaleikinn á EM, mæta svo í Krikann og fylgjast með handboltaleik sem verður ekki síðri að gæðum!

FH-ingar, fjölmennum á leikinn og styðjum strákana til sigurs, kl. 18.00, sunnudaginn 5. febrúar.

Áfram FH!

Aðrar fréttir