Stórsigur 3.flokks á erkifjendunum í Haukum

Stórsigur 3.flokks á erkifjendunum í Haukum

Leikurinn hófst klukkan 18.30 og var spilaði í blíðskaparveðri. Leikmenn mættu þó í te og rist hjá Arnar Frey og eftir að hafa borðað saman var fjórða myndin um ævintýri John Rambo sett í tækið.
Þess bera að geta að sjónvarpstækið var það stæðsta sem undirritaður hefur nokkurntíma séð og ekki var um venjulegt heimabíó að ræða heldur voru hljómgæðin í THX. Fólk í öðrum húsum flúði hús sín slík voru lætin.

Rambo náði greinilega að kveikja vel upp í mannskapnum því eftir 3 mínútur og 50 sekúndur var staðan orðin 0-2 fyrir FH-inga. Liðið lék áfram vel og náði að skora þriðja markið fyrir leikhlé en í uppbótartíma minnkuðu haukamenn muninn í 3-1. Þær tölur voru þó ekki lýsandi fyrir leikinn því FH-liðið spilaði frábærlega og skoraði tvö mörk í viðbót sem dæmd voru af vegna rangstöðu.
Í seinni hálfleik héldu FH-strákarnir áfram að spila vel og uppskáru 7 mörk og endaði leikurinn 1-10. Liðið spilaði mjög vel allan tímann og hafa strangar æfingar í vetur greinilega skilað sér ágætlega því liðið virðist í ágætis formi. Landsliðsþjálfarinn horfði á leikinn og sýndu strákarnir sínar bestu hliðar fyrir hann.

Liðið hefur nú spilað tvo leiki í faxaflóamótinu en fyrri leiknum gegn HK lauk með 2-0 sigri FH-inga.

B-leikur liðanna fer svo fram næsta fimmtudag klukkan 18.30.

Aðrar fréttir