Stórsigur á Fram

Stórsigur á Fram

FH vann virkilega góðan sigur á lánlausum Frömurum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 4-0, en allt FH-liðið lék á alls oddi og sigurinn hefði getað orðið stærri ef eitthvað er. 

Fyrsta markið var ekki lengi að koma. Eftir sjö mínútna leik var fyrsta markið komið. Kristján Gauti Emilssn var þar að verki, en hann og Atli Viðar Björnsson fundu sig vel saman í fremstu víglínu. Kristján Gauti kláraði færið frábærlega 

Staðan var 1-0 í hálfleik, en eftir einungis þriggja mínútna leik skoraði Kristján Gauti aftur úr frekar þröngu færi. Veislan hélt áfram tíu mínútnum síðar þegar Atli Viðar Björnsson skoraði sitt fjórða mark í sumar. Staðan orðin 3-0 eftir klukkutíma leik.

Þremur mínútum fyrir leikslok kom svo síðasta mark leiksins. Tryggvi Sveinn Bjarnason skoraði þá sjálfsmark eftir frábæra takta frá Kristjáni Gauta Emilssyni. 

Lokatölur urðu 4-0 og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri ef eitthvað er. Frábær sigur og allt liðið spilaði vel í heild sinni.

Næsti leikur er gegn Val á föstudag! Meira um þann leik síðar í vikunni!

Hér fyrir neðan má sjá Twitter-færslur frá mönnum á meðan leik stóð og eftir leik.

Orri Freyr Rúnarsson, útvarpsmaður:

Atli Viðar og Kristján Gauti án efa hættulegasta sóknarpar Pepsi deildarinnar, 10mín búnar og FH ætti að vera 3 eða 4 mörkum yfir #pepsi365

Guðlaugur Valgeirsson, FH-ingur & keilukóngur:

Auðvitað er KGE leikmaður umferðarinnar !

Garðar Ingi Leifsson, bróðir minn og leikmaður KV: 

#FH – annars var Róló með hreint lak í kvöld! #Ó #hlýturaðfaraaðfákallið

Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi – sjónvarpsmaður:

En mikið djöfull er Kristján Gauti öflugur. Efni í magnað eintak. Verður ekki lengi á Íslandi.

Hermann Óli, FH-ingur:

FH vélin er kominn i gang og það er ekkert að fara stoppa hana

Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður AGF og U-21 árs landsliðsins:

Kristjan Gauti og Aron Elis liklega þeir einu sem eru að standast hypeið sem var sett a þa fyrir mot #hype

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net:

Ég er bæði á Neymars-vagninum og Kristjáns Gauta-vagninum #vagnarnir

Gleðiefni fyrir FH-inga að skora meira en eitt mark í sama leiknum #langtsíðan

Hafliði Breiðfjörð, eigandi Fótbolta.net:

FH skoraði síðast fleiri en eitt mark í leik 8. maí þegar þeir unnu Fylki 3-0 í 2. umferð. Sa

Aðrar fréttir