Stórsigur á Fram

Stórsigur á Fram

FH vann virkilega góðan sigur á lánlausum Frömurum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 4-0, en allt FH-liðið lék á alls oddi og sigurinn hefði getað orðið stærri ef eitthvað er. 

Fyrsta markið var ekki lengi að koma. Eftir sjö mínútna leik var fyrsta markið komið. Kristján Gauti Emilssn var þar að verki, en hann og Atli Viðar Björnsson fundu sig vel saman í fremstu víglínu. Kristján Gauti kláraði færið frábærlega 

Staðan var 1-0 í hálfleik, en eftir einungis þriggja mínútna leik skoraði Kristján Gauti aftur úr frekar þröngu færi. Veislan hélt áfram tíu mínútnum síðar þegar Atli Viðar Björnsson skoraði sitt fjórða mark í sumar. Staðan orðin 3-0 eftir klukkutíma leik.

Þremur mínútum fyrir leikslok kom svo síðasta mark leiksins. Tryggvi Sveinn Bjarnason skoraði þá sjálfsmark eftir frábæra takta frá Kristjáni Gauta Emilssyni. 

Lokatölur urðu 4-0 og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri ef eitthvað er. Frábær sigur og allt liðið spilaði vel í heild sinni.

Næsti leikur er gegn Val á föstudag! Meira um þann leik síðar í vikunni!

Aðrar fréttir