Stórsigur FH í fyrsta leik vetrar!

Stórsigur FH í fyrsta leik vetrar!


    24-34  

Fyrri hálfleikur

Léttur taugatitringur og mistök á báða bóga einkenndi fyrstu mínútur. Nokkrar sendingar fóru í súginn og menn virtust spenntir… eðlilegt fyrir fyrsta leik og sýnir að menn voru að taka leikinn alvarlega. Við FHingar hristum þetta þó fljótt af okkur, og mér sýnist að á ákveðnum tímapunkti hafi leikmenn (segi það allavega fyrir mig 🙂 ) minnst orða þjálfara vor fyrir leikinn: “Halló!… strákar, í þessum leik ætlum við ekkert að hafa með þá félaga Ef, Hefði og Kannski… Þeir verða bara uppi í stúku!!!”

Við komumst fljótlega í 2 – 5 og leiddum hálfleikinn með þetta 3 til 6 mörkum. Góð hreyfing var á varnarlínunni, hún var aðeins götótt til að byrja með en þegar leið á, náðu menn að tala betur saman, voru að forvinna vel á línumann þannig að hann átti lítinn séns og við náðum að stöðva skyttur Víkinga sem virtust ráðleysislegar. Leo, nýi markmaðurinn okkar frá Rúmeníu, tók marga mikilvæga bolta og markvarslan var til fyrirmyndar. Hann virkaði mjög traustur og tók þá bolta sem honum var ætlað að taka. Mjög góð innkoma hjá Rúmenanum hógværa í fyrsta leik. Sóknarleikurinn virkaði fínn, menn voru hreyfanlegir, spiluðu vel sín á milli og létu boltann vinna, rúlluðu honum fram og til baka og skoruðu því oftast einföld og góð mörk.

Sumir gerðust grófari en aðrir í varnarleiknum, og þó… ekkert svo grófir að margra mati 🙂 En eftir 26 mínútna leik var undirritaður búinn að næla sér í 3svar 2 mín brottvísun, og enginn annar á vellinum búinn að láta reka sig útaf…! Geri aðrir betur… Það kom þó ekki að sök og undirritaður gat sturtað sig í rólegheitum í hálfleik og andað létt miðað við gang mála í leiknum. Í hálfleik var staðan 13 – 16 okkur í vil.

Og boltinn syngur í netinu, 1 af 34 skiptum!
 

Seinni hálfleikur

Seinni hálfleikur þróaðist mjög svipað og sá fyrri. Við náðum þó að auka muninn jafnt og þétt með frábærri vörn, markvörslu og sókn og allir leikmenn voru að skína í þessum leik. Eftir 20 mínútna leik í seinni hálfleik yfirspiluðum við Víkinga algjörlega og þeir áttu engin svör við sterkri vörn sem hinn ungi Sigurður Ágústsson stjórnaði eins og herforingi. Boltarnir smullu í blokkinni og Danni skilaði góðri markvörslu eftir stórleik Leos í fyrri hálfleik og í byrjun þess seinni. Lokatölur urðu 24 – 34, tíu marka sigur staðreynd í fyrsta leik.

 

<img id="slideshowPicture" style="WIDTH: 389px; POSITION: relative; HEIGHT: 259px" height="442" src="http://render2.snapfish.com/

Aðrar fréttir