Stórsigur gegn Gróttu og 7. sætið staðreynd

Stórsigur gegn Gróttu og 7. sætið staðreynd

Stelpurnar gerðu góða ferð á Seltjarnanesið og unnu sigur, 26-17 í næst síðustu umferð N1 deildarinnar.

FH er í sjöunda sæti með tólf stig eftir sautján leiki og er fimm stigum á eftir ÍBV sem situr í því sjötta. Haukar eru í því áttunda með níu stig og geta ekki náð stelpunum okkar að stigum en liðin mætast í lokaumferðinni.

Sigurinn gegn Gróttu var sannfærandi þrátt fyrir að jafnræði hafi verið með liðinum í fyrri hálfleik. Að honum loknum var staðan 8-10. FH tók öll völd á vellinum í þeim síðari og hafði eins og fyrr segir sannfærandi sigur úr býtum.

Kristina varði frábærlega í marki FH og sem dæmi um það þá nýttu heimamenn aðeins eitt af níu vítaskotum sínum. Birna Íris fór á kostum á hinum vallarhelmingnum og skoraði níu mörk. Steinunn kom næst með fimm og Ingibjörg fjögur. Hafdís skoraði þrjú mörk, Aníta tvö og þær Berglind, Sigrún og Arndís eitt mark hver.

 

Aðrar fréttir