Stórsigur úti á nesi!

Stórsigur úti á nesi!

The image “http://www2.ksi.is/ksi/myndir/simaskra/170.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.          The image “http://www.fotbolti.net/landsbankadeild/images/fh_1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Grótta                28-37                FH

Seltjarnarnes, fimmtudagurinn 6. mars 2008 kl 19:00

Við FHingar kíktum út á nes í gærkveldi og heimsóttum Gróttumenn. Eftir rólegan fyrri hálfleik áttum við stjörnu seinni hálfleik og kláruðum Gróttumenn með 9 marka mun 28-37. Með sigrinum tryggðum við stöðu okkar á toppnum enn frekar því ÍR beið lægri hlut fyrir Víkingum á sama tíma.

Menn voru ákveðnir í að fylgja stórsigri gegn Selfossi eftir, greinilegur hugur var í mönnum í upphitun og ljóst að Grótta átti engin fyrirstaða að verða.


Ari á siglingu einu sinni sem oftar í leiknum

Fyrri hálfleikur
Fyrri hálfleikur var frekar sérstakur. Jafnt var á öllum tölum fyrsta korterið þó við hefðum alltaf yfirhöndina. Menn fóru heldur fram úr sér að manni fannst. Mikið óðagot var í sókn þar sem liðið gaf sér lítinn tíma í aðgerðir, flýtti sér heldur mikið og eins og hver og einn ætlaði að skora 2 mörk í hverri sókn. Vörnin var heldur óstabíl, eina vörnina sváfu menn illa á verðinum þar sem ein stimplun Gróttumanna splundraði e.t.v. öllu og aðra vörnina spiluðum við fínustu vörn, unnum boltann og náðum góðum hraðaupphlaupum. Einhver sagði að við höfðum náð í kringum 8-10 hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og samt sem áður var jafnt á öllum tölum langt fram í lok fyrri hálfleiks. Frekar spes. Í lok hálfleiksins fór bilið þó að breikka og við leiddum í hálfleik 12-16.


Frekar magnað feik hjá Gumma

Seinni hálfleikur
Það hefur verið klárt mál að menn ætluðu sér stærri hluti en það sem þeir sýndu í þessum fyrri hálfleik. Það sást strax í byrjun seinni hálfleiks að liðið náði ákveðinni ró í leik sinn. 5-1 vörnin var frábær, Óli Guðmunds var öflugur sem fremsti maður, Siggi stjórnaði eins og herforingi fyrir aftan hann og Danni sem var búinn að vera góður í fyrri hálfleik hélt sínu striki og var stabíll í sinni vörslu. Þetta gerði í raun það að verkum að við klárum leikinn á fyrstu 7 mínútum seinni hálfleiks þar sem við skorum 8 mörk gegn 2 þeirra og breytum stöðunni úr 12-16 í 14-24. Sóknin var líka miklu betri, menn gáfu sér tíma í aðgerðir og spiluðu sig í betri færi en í fyrri hálfleik. Þegar hér var komið við sögu var leikurinn búinn og Gróttumenn náðu aldrei að ógna okkur meir. Við komumst svo mest í 12 marka forystu, 17-29 og sigldum síðan lygnan sjó í kringum 10 marka forystu allan

Aðrar fréttir