Stórt tap gegn HK

Stórt tap gegn HK

  
24-36(10-18)
N1 deildin, laugardagurinn 21. febrúar 2009 kl 16

FH mætti HK í gær í Kaplakrika í N1 deild kvenna og alveg ljóst að FH
liðið tók heldur blíðlega á móti Kópavogsliðinu. HK valtaði hreinlega
yfir okkar stelpur frá upphafi til enda og ljóst að hugurinn var við
eitthvað annað hjá liðinu í gær, e.t.v. við komandi Bikarúrslit um
næstu helgi.
 Það er þó heldur stór biti að tapa fyrir HK með slíkum mun
og alveg ljóst að ef liðið ætlar sér eiga einhverja titilvon á
laugardaginn kemur gegn sterku Stjörnuliði þurfa stelpurnar að rífa sig
vel upp. Við höfum öll fulla trú á að það gerist og nú er mál að standa
saman, koma með þessa einstöku stemmningu sem FH áhorfendur hafa sýnt í
vetur og leiða stelpurnar í átt að Bikarnum.

Fylgist með fh.is í vikunni en farið verður vel yfir leikinn um næstu helgi og ýmislegt dregið upp úr hattinum.
Áfram FH!

Aðrar fréttir