Strákadagur í Kaplakrika á laugardaginn!

Strákadagur í Kaplakrika á laugardaginn!

Laugardaginn 29. september verður sérstakur strákadagur haldinn í Kaplakrika þar sem starfið í yngri flokkum í fótboltanum hjá FH verður kynnt. Allir áhugasamir fótboltastrákar eru boðnir velkomnir í Krikann til að kynnast starfinu og þjálfurum félagsins sem munu setja upp stöðvar með leikjum, æfingum og þrautum allt eftir áhuga og getu hvers hóps fyrir sig.

Strákar fæddir 2007 og 2008 æfa frá 10.30-11.30

Strákar fæddir 2005 og 2006 æfa frá 11.30-12.30

Strákar fæddir 2003 og 2004 æfa frá 12.30-13.30

Æfingarnar verða í Risanum.

Þjálfarar yngri flokkanna hjá FH stýra æfingunum en einnig munu Íslandsmeistarar FH í meistaraflokki karla kíkja í heimsókn.

Óvæntir gestir kíkja á svæðið.

Æfingatafla vetrarins verður kynnt fyrir strákunum.

Að æfingum loknum verður strákunum boðið upp á pylsur og drykki.

Við hvetjum alla hressa stráka til að láta sjá sig og taka vinina með og minnum á lokaleikinn í Pepsi-deild karla sem fram fer sama dag kl. 14.00 en þá mætast FH og Valur. Að leik loknum munu Íslandsmeistarar FH taka á móti sjálfum Íslandsmeistarabikarnum.

Aðrar fréttir