Strákanir búa sig undir leik tvö af krafti.

Strákanir búa sig undir leik tvö af krafti.

Strákanir búa sig undir leik tvö af krafti.

Strákarnir í mfl karla voru ekki lengi að koma sér niður á jörðina eftir frábæran sigur á fram síðastaliðin laugardag. Strákarnir yfirgáfu Kaplakrika með bros á vör á laugardagskvöldið en þeir voru mættir á sunnudagsmorguninn í Kaplakrika á æfingu. Eftir æfinguna var meistari Siggi Bakari með brunch af dýrari gerðinni og þar gátu strákarnir horft á bikarúrslitaleikinn í Þýsklandi þar sem að FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Gústafsson mættu hvor öðrum. Eftit að menn gæddu sér á kræsingum hans Sigga Bakara þá fengu strákarnir nudd frá Elísabetu sjúkraþjálfara og hennar teymi. Siggi markmaður tók einnig fram skærin og snyrti kolluna á einhverjum leikmanna. Það var greinilegt að strákarnir gerðu sér grein fyrir því að baráttan er rétt að byrja og þeir ætla sér að mæta enn sterkari til leiks annað kvöld.
Leikurinn í Safamýri hefst kl 19:30 og það þarf ekki að taka það fram hversu mikilvægur stuðningur áhorfenda er í úrslitakeppninni. FH-ingar mætum tímanlega og málum Safamýringa hvíta og svarta.
ÁFRAM FH
Að neðanverðu getið þið séð nokkrar myndir af strákunum í gærmorgun.

Aðrar fréttir