Stutt spjall við Dínó

Stutt spjall við Dínó

Bakvörðurinn knái Sigmundína Sara situr fyrir svörum fyrir leikinn gegn Breiðablik á morgun kl. 14:00 í Krikanum. Sigmundína er aðeins 18 ára en hefur þegar leikið í mfl. í 3 ár auk þess að hafa leikið með yngri landsliðum Íslands.Þá hefur hún verið að sækja sér þjálfaramenntun og hefur á undanförnum árum komið æ meira inn í þjálfun yngri flokka. Sigmundína er framtíðarleikmaður FH sem vonandi á eftir að fara fyrir liði FH í toppbaráttunni á komandi árum.

Sæl Sigmundína. Hvernig hefurðu það og hvernig er standið á þér og liðinu?
Sæll Davíð ég hef það fínt og liðið hefur aldrei verið betra.

 

Hvernig er stemmningin á æfingum og er Arna (Steinsen aðstoðarþjálfari) eitthvað með í spilinu?
Stemmingin er góð og oftar en ekki tekur Arna þátt og auðvitað rústar hún okkur enda reynslubolti.

 

Eftir frekar erfiða byrjun hefur liðið verið að spila vel í undanförnum leikjum. Hvað varð þess valdandi að hlutirnir fóru að ganga fyrir FH?
Við tókum okkur saman í andlitinu og vildum sýna öllum sem að fylgjast með okkur hvað í okkur býr.

 

Framundan er erfiður leikur gegn Breiðablik (á morgun). Hvernig lýst þér á þann leik og hvað þarf FH að gera til að ná góðum úrslitum?
Mér lýst mjög vel á leikinn og er hrikalega spennt. Við höfum fulla trú á verkefninu og þurfum góðan stuðning. Það er allt hægt í fótbolta og við ætlum að sýna okkar bestu hlið og vonandi verður það nóg.

 

Nú er frítt inn á leikinn á morgun. Skiptir stuðningur ekki miklu máli í leik eins og þessum?
Jú stuðningurinn skiptir öllu máli. Auðvitað eiga allir stuðningsmenn FH að mæta á leikinn því að hver leikur hjá okkur núna er úrslitaleikur og við þurfum að finna fyrir því að fólk hafi trú á okkur.

 

Hvernig lýst þér svo á framhaldið?
Við tökum bara einn leik í einu og svo kemur framhaldið bara í ljós. Hvernig sem að fer þá höldum við alltaf áfram enda frábærar stelpur sem eru í FH liðinu.

 

Segðu mér svo í lokin hver er mesti vitleysingurinn í hópnum?
Ég lofaði nú Birnu Berg að nefna hana hér í þessu spjalli svo að ég verð að gefa henni þennan titil. Það kemst engin með hælana þar sem að hún hefur tærnar í vitleysu enda oft kölluð bíbí. Aldís Kara hefur reyndar í sumar verið að læra af Birnu og hún mun stefna að því næsta sumar að hampa titilinum.

 

Þakkað þér fyrir Sigmundína og gangi þér og liðinu vel á morgun.

ÁFRAM FH!!!

Aðrar fréttir