Stutt spjall við Jón Þór

Stutt spjall við Jón Þór

Pepsi-deildin karla og kvenna fer af stað í víkunni.  FH mætir Val í kvöld kl. 19:15 á Vodafonevellinum í karlaflokki en stelpurnar fara í heimsókn í Vesturbæinn og mæta hinu fornfræga liði KR.

Jón Þór er á sínu þriðja ári sem þjálfari mfl. kv. en hann tók við liðinu haustið 2007 af Orra þórðarsyni.  Þá hafði liðið verið eitt tímabil í 1. deild eftir að hafa fallið árið á undan úr hópi þeirra bestu.  Jón stýrði liðinu tvö tímabil í 1. deild en síðastliðið haust unnu stelpurnar sér sæti í efstu deild að nýju.

Hér á eftir fer stutt spjall við Jón þar sem hann lítur yfir sviðið og spáir í spilin fyrir sumarið. 

Sæll Jón og hvernig hefur þú það?
Alveg ljómandi þakka þér fyrir, grasið að grænka og styttist í stórmót.

Nú ert þú að hefja þitt 3ja tímabil sem þjálfari mfl. Kv.  Hvernig hefur þetta þróast á þeim árum og telur þú að FH sé á réttri leið?
Það má með sanni segja að okkur hafi gengið margt í haginn á undanförnum árum. Hefur þar margt spilað inn í ; samvinna margra áhugasamra utan vallar, stjórn, foreldrar sem og framlag leikmanna/þjálfara. Við sjáum glitta í að hið mikla uppeldisstarf í kvennabolta undanfarinna ára  sé að skila sér í mörgum efnilegum og frambærilegum leikmönnum í meistaraflokki. Kvennaboltinn á Íslandi er brothættur og það sýnir sig að þar sem að ríkir lognmolla í einhvern tíma þar er voðinn vís í brottfalli leikmanna og lakara starfi.  Þetta höfum við F.H.- ingar þvi miður þurft að upplifa. Því er mikilvægt að halda áfram á fullri ferð og átta okkur á að það er stór munur á að vera efnilegur eða góður.

Hvernig er hópurinn í samanburði við árið í fyrra?
Ég tel að hópurinn í ár sé tvímælalaust sterkari en í fyrra. Spilar þar inn í að við höfum fengið til liðs við okkur nýja leikmenn sem  bæði auka getu og breidd. Einnig eru ungu leikmennirnir okkar orðnir árinu eldri og margir hverjir hafa tekið miklum framförum.

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?
Undirbúningstímabilið gekk mjög vel. Stelpurnar voru duglegar að æfa og tilbúnar að leggjar hart að sér. Við nutum ma. liðsinnis Silju Úlfarsdóttur varðandi þrekþáttinn og erum viss um að liðið er  betur statt en undanfarin ár. Eins og gengur hafa nokkrir leikmenn orðið fyrir hnjaski en við því má alltaf búast og við treystum á að maður komi í manns stað. Okkur gekk vel í Faxaflóamótinu og Lengjubikar en við verum að vera raunsæ því  úrslit vetrar-og vorleikja segja oft  lítið um gengi liða yfir sumarið. Nú eru mörg lið í kvennaboltanum að styrkja sig fyrir sumarið og ljóst að mörg hver mæta sterkari til leiks en þau voru í vetur.

Nú fór liðið, ásamt 2. Fl., í æfingaferð til Portúgals á dögunum.  Hvernig tókst sú ferð?
Sú ferð var í einu orði frábær. Allar aðstæður voru til fyrirmyndar og með því að hafa hópinn á æfingum tvisvar sinnum á dag í eina viku er hægt að gera ótrúlega margt jafnframt því sem að stemmningin  og samheldnin í hópnum verður öflugri. Þetta voru 34 stelpur sem voru á fullri ferð á æfingum og var frammistaða þeirra alveg til fyrirmyndar.

<p style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt

Aðrar fréttir