Stutt spjall við Silju Þórðar

Stutt spjall við Silju Þórðar

Að þessu sinni er það “Big Sil” sem situr fyrir svörum varðandi fyrsta leik í móti og það sem er framundan.  Silja missti af síðast tímabili en undanfarin ár hefur hún verið einn okkar sterkasti leikmaður.  Það er mikill styrkur í því fyrir FH að fá Silju heim aftur.

Sæl Silja og velkomin til baka eftir ársleyfi í Bandaríkjunum.  Hvað varstu að gera þar og hvað ertu að bralla þessa dagana?
Takk fyrir það. Ég fór til Bandaríkjanna til að vinna mastersverkefni í Lyfjafræði þar sem ég skoðaði áhrif erfðabreytileika á lyfjameðferð við blöðruhálskirtilskrabbameini. Annars var ég bara að slæpast og njóta lífsins.  Í dag er ég að vinna hjá Actavis ásamt því að gera mitt besta til að koma FH á þann stað í kvennaboltanum þar sem við viljum vera.

Hvernig líst þér á hópinn miðað við í fyrra?
Alveg rosalega vel. Við höfum bætt töluvert við okkur af góðum leikmönnum frá því í fyrra og þær falla mjög vel inn í hópinn.  

Hvernig er stemningin í hópnum.  Hverjir eru mestu „vitleysingarnir“?
Stemningin er frábær, það ríkir mikil tilhlökkun og við höfum trú á að við getum gert flotta hluti í sumar. Ég vil meina að Birna Berg tróni á toppnum yfir vitleysisgang, hún kemur með ótrúlegar athugasemdir um allt og ekkert og er hressleikinn uppmálaður. Síðan eru Guðrún Björg og Halla ansi skondnar oft.

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?
Undirbúningurinn fyrir sumarið hefur gengið vel. Við höfum verið á stífum æfingum í allan vetur, í þrek- og styrktarþjálfun hjá Silju Úlfars ásamt því að sparka í bolta. Við enduðum í öðru sæti Faxaflóamótsins og  urðum svo lengjubikarmeistarar í B-riðli sem verður að teljast nokkuð góður árangur 🙂

Hvernig var æfingaferðin til Portúgal?
Alveg frábær! Ferðin nýttist okkur vel bæði móralskt og fótboltalega séð. Við æfðum tvisvar á dag og spiluðum æfingaleiki á grasi í góðu veðri. Það gerist ekki mikið betra!  

Nú ert þú að glíma við meiðsli.  Hvernig komu þau til og hvenær má búast við þér aftur?
Já, það er rétt. Ég meiddist í æfingaleik gegn Haukum í Portúgal. Ég lenti í samstuði við Haukastelpu,  hún lendir hálfpartinn ofan á fætinum sem ég stíg í með þeim afleiðingum að liðband í hnénu slitnar. Ég kem sterk inn á fótboltaæfingar fljótlega. Planið er að vera orðin leikfær seinni hluta maí.

Hvernig líst þér á fyrsta leik gegn KR í Frostaskjólinu?
Mér líst vel á hann. Það er spennandi að spila fyrsta leikinn í úrvalsdeild í langan tíma og ég tel okkur geta náð góðum úrslitum gegn KR. 

Hvernig líst þér á framhaldið og hvaða markmið hafið þið stelpurnar sett ykkur?
Þetta verður spennandi, skemmtilegt en erfitt sumar. Við erum komnar í deild þeirra bestu hér á landi og ætlum okkur að vera þar. 

<font face="Ti

Aðrar fréttir