Sumaræfingar Handknattleiksdeildar FH

Sumaræfingar Handknattleiksdeildar FH

Í næstu viku byrja sumaræfingar Handknattleiksdeildar FH sem í boði eru fyrir yngri flokka félagsins. Æfingar munu standa yfir í 6 vikur, 21. maí til 27. júní, og æft verður 2svar í viku.

Á æfingunum verður lögð áhersla á einstaklingsþjálfun og farið verður yfir þætti eins og boltatækni, gabbhreyfingar, skot og varnarleik. Mikið verður lagt upp úr því að hafa æfingarnar skemmtilegar og mikið „action“ á þeim.

Þetta er frábært tækifæri til þess að stytta „sumarfríið“ og koma enn sterkari til leiks næsta haust.

 

Æfingatímar:

6. flokkur og elsta árið í 7. flokk (krakkar fæddir 2001 – 2003) á þriðjudögum og fimmtudögum

frá 15:00 – 16:00                                                                                                          

 

  5. flokkur (krakkar fæddir 1999 – 2000) á þriðjudögum og fimmtudögum 16:00 – 17:00 (Stelpurnar æfa í sal 1 á meðan strákarnir æfa í sal 2)

 

Unglingaflokkur kvenna og 4. flokkur kvenna æfa saman á mánudögum og miðvikudögum

frá 16:00 – 17:15.  2. og 3. flokkur karla æfa saman á mánudögum og miðvikudögum frá 16:30 – 17:45.

 

Þetta 6 vikna sumarnámskeið kostar 7500 kr á mann.

Ásbjörn Friðriksson mun hafa yfirumsjón með æfingunum. Árni Stefán Guðjónsson verður honum til halds og trausts með 2. og 3. flokk karla og Henrik og Hlynur Bjarnasynir með yngri hópana.

Frekari upplýsingar veitir Ásbjörn í síma 865-3955.

Aðrar fréttir