Svart og hvítt gegn Akureyri

Svart og hvítt gegn Akureyri


                  

38-32
N1 deildin, fimmtudagurinn 12. febrúar 2009, kl 19:30

FH sigraði
Akureyri í miklum markaleik, 38-32 í Kaplakrika í gærkvöldi. Staðan í hálfleik
var 18-19 Akureyri í vil. Hálfleikar þessa leiks voru gjörólíkir og ljóst að
föðurleg hálfleiksræða þjálfara vor hafði sín áhrif þróun leiksins.


Fyrri hálfleikur

Leikurinn var
hnífjafn til að byrja með og mikið skorað. Hermann Ragnar stimplaði sig
verulega inn og skoraði góð mörk fyrir utan og Örn Ingi var mjög ógnandi og
aggressívari heldur en hann hefur áður verið. Aftur á móti var vörnin hriplek
og markvarslan eftir því. Einhver doði einkenndi liðið í fyrri hálfleik og menn
virtust ekki vera á tánum. FH komst þó í 11-9 og 12-10 en Akureyri breytti
stöðunni í 13-15. Þeir leiddu síðan með þetta 2-3 mörkum en FH náði að minnka
muninn niður í 1 mark fyrir hálfleik 18-19.

 

Seinni hálfleikur

Það var klárt mál að FH liðið myndi ekki gera miklar rósir með þeirri
spilamennsku sem það hélt uppi í fyrri hálfleik og alveg ljóst að menn þyrftu
að fara að taka á málunum í varnarleiknum. Þjálfarinn kallaði eftir þessu í
hálfleiknum og leikmenn voru ekki lengi að bregðast við með Pálma Hlöðversson í
fararbroddi, en hann var settur á skýrsluna í hálfleik. Pálmi batt þetta vel
saman, alvöru barátta komst í alla sem einn og hraðaupphlaupin fóru að detta inn
í hrönnum ásamt því að markvarslan komst í eðlilegt horf. FH breytti stöðunni
úr 18-19 í 25-21 á 7 mínútum og þá var ekki aftur snúið. FH leiddi með þetta
2-4 mörkum út seinni hálfleikinn. Allt annað var að sjá til liðsins og menn
höfðu mun meira gaman af þessu. Árni Sigtryggsson örvhenta skyttan sterka hjá
Akureyri hafði skorað heil 7 mörk í fyrri hálfleik en náði ekki að setja næsta
mark fyrr en um 10 mínútur voru eftir af leiknum. FH rak síðan smiðshöggið
undir lokin og fóru úr stöðunni 32-29 í 35-29 og sigruðu síðan 38-32.

 

Niðurstaðan

Eftir að hafa fengið allt of mörg mörk á sig í fyrri hálfleik, heil 19,
tóku menn sig á og skelltu almennilega í lás og héldu áfram góðum sóknarleik.
FH skoruði 20 mörk gegn 13 í þeim seinni. Menn virtust þurfa smá tíma til þess
að ná áttum og ef til vill þurftu menn aðeins að koma hausnum í gang eftir tvö
erfið töp nýlega. Menn leystu vel úr málum þegar sýndist vera komið í óefni og
týpískur vinnusigur í höfn.

Hermann Ragnar Björnsson var sprækur í byrjun leiks, skoraði 3 fyrstu mörk
FH en hafði hægar um sig í seinni hálfleik. Bjarni Fritzson var mjög ógnandi og
skoraði nokkur frábær mörk fyrir utan ásamt því að eiga fjölda stoðsendinga og
fiska nokkur víti. Örn Ingi Bjarkason átti mjög fínan leik, einn sá besti sem
hann hefur leikið í vetur en þarf að vanda skot sín betur í dauðafærum því
drengurinn hefur gr

Aðrar fréttir