Sveit á HM í víðavangshlaupum í Brussel

Sveit á HM í víðavangshlaupum í Brussel

Sveit á HM í víðavangshlaupum í Brussel
Á stjórnarfundi FRÍ var samþykkt tillaga Íþrótta- og afreksnefndar FRÍ um að senda sveit til þátttöku á Heimsmeistaramótið í víðavangshlaupi sem fram fer í Brussel í Belgíu 20.-21.mars nk.
Liðið skipa þeir Björn Margeirsson, FH, Gauti Jóhannesson, UMSB, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, UMSS og Sveinn Margeirsson, UMSS.

Sveitin mun taka þátt í styttra hlaupinu á mótinu sem fram fer 20.mars, en sú vegalengd er um 4,0 km að lengd.
Fararstjóri í ferðinni verður hinn reynslumikli hlaupari Sigurður Pétur Sigmundsson, stjórnarmaður í FRÍ.
Fengið af heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.

Aðrar fréttir