Svekkjandi tap gegn Haukum – Umfjöllun

Svekkjandi tap gegn Haukum – Umfjöllun

Í kvöld fór fram stórleikur FH-inga og Hauka í N1-deild karla í handbolta. Leikurinn fór fram í Kaplakrika og var í 11. umferð Íslandsmótsins. Fyrir leikinn sátu gestirnir í Haukum í 1. sæti deildarinnar með 16 stig en FH-ingar sátu í 2. sætinu með 13 stig. Það var því ljóst að gríðarlega mikið var í húfi, með sigri hefðu FH-ingar náð að minnka stigamuninn á liðunum í 1 stig en sigruðu Haukarnir næðu þeir 5 stiga forskoti á FH-inga. Ekki minnkaði gildi leiksins þegar horft var til þess hversu mikill rígur ríkir á milli félaganna tveggja og stuðningsmanna þeirra.

                                                              
                                                    Leikur liðanna í kvöld gaf hinum viðureignunum ekkert eftir

Fyrri hálfleikur
FH-ingar litu vel út í byrjun leiks og sýndu oft á köflum flotta takta, varnarlega og sóknarlega. Baráttan í leiknum var gríðarleg en FH-ingar höfðu þó alltaf frumkvæðið, varnarleikurinn small strax saman og Pálmar Pétursson fór hamförum í markinu. Sóknarleikur FH-inga var sæmilegur en gat þó verið betri. Ljóst er að varnarleikur Hauka, sem að var mjög sterkur, hefur ekki gert leikmönnum FH auðvelt fyrir en þó náðu FH-ingar oftast að finna leiðina að markinu. FH-ingar voru lengst af með 2-3 marka forskot en töpuðu því þó niður í eitt mark rétt fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik var 13-12.

Seinni Hálfleikur
Í seinni hálfleik var allt í járnum. Lengst af voru FH-ingar með frumkvæðið, en alltaf náði lið Hauka að jafna. Á 38. mínútu náðu Haukarnir forystu í fyrsta sinn, 16-15, sem dugði þó skammt. FH-ingar náðu á ný forystunni í leiknum og var staðan þegar korter var eftir af leiknum 19-18, FH í vil.

                                                            
                                                            Bjarni Fritz í leik liðanna að Ásvöllum fyrr í vetur

Síðustu 10 mínútur leiksins voru gríðarlega spennandi. Haukar náðu 2ja marka forystu þegar 10 mínútur voru eftir, 21-19, og litu út fyrir að vera að ná yfirhöndinni í leiknum. En þá skoruðu FH-ingar 3 mörk í röð og komust yfir á nýjan leik, 22-21. Á þessum tímapunkti var þakið gjörsamlega að rifna af húsinu, stemningin beggja megin gríðarlega góð og voru stuðningsmenn liðanna duglegir að styðja sína menn.

En Haukarnir náðu enn á ný að jafna leikinn. Síðustu 7 mínútur leiksins skiptust liðin á því að vera yfir og þegar 1 mínúta var eftir að leiknum var staðan í leiknum jöfn, 24-

Aðrar fréttir