Sverrir Garðars batterýslaus!

Sverrir Garðars batterýslaus!

Nú er undirbúningur fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu fyrir komandi sumar í fullum gangi. FH-ingum hefur gengið vel það sem af er og nægir að nefna fullt hús í keppni um deildarbikarinn sem nú stendur sem hæst. Margir hafa þó vellt því fyrir sér hvernig FH liðinu mun ganga þar sem nokkrir sterkir leikmenn yfirgáfu félagið eftir síðustu leiktíð. Þá kemur oft upp nafn Sverris Garðarssonar hins geysisterka leikmanns sem meiddist á undirbúningstímabilinu í fyrra. Flestir vilja sjá Sverri í FH búningnum næsta sumar.Til að svara spurningum almúgans sló ritstjórn FH.is á þráðinn til Sverris og spurði hann spjörunum úr.

Sverrir var á leið á æfingu og sagði æfingar þessa dagana ganga útá brennslu til að reyna að ná sér aftur í alvöru form

Sverrir, verður þú með í sumar?

“Ég veit ekkert enþá, ég er að koma mér í form hef aðeins joggað og fann ekki verk en það er að sjálfsögðu erfitt að segja til eða frá, núna ætlar maður að reyna að verðlauna sig og vonandi skilar það árangri”.

Eru líkur á því að þú verðir með?

“Það eru raunhæft en ég verð að byrja á að ná mér í form. Ég er búinn að vera frá í eitt ár og það er ekkert grín að koma sér í form og losa sig við nokkur kíló. Þá tel ég ekki tímabært að koma með yfirlýsingar, kanski kemur maður til baka og allt verður gott en kanski fer þetta allt í steik”.

Hefur þú eitthvað getað æft?

“Það er aðeins farið að sjást til sólar, ég hef verið verkjalaus í tvær í vikur og gat skokkað í 10 mínútur um daginn án þess að finna til”.

Hvernig hefurðu þá æft og reynt að halda þér við?

“Ég hef reynt að synda sem mest, lyfta og hlaupa í vatni”.

Hvernig var að standa fyrir utan liðið á seinasta tímabili eftir frábært tímabil 2004?

“Yndislegt, nei án gríns þá var það ekkert sérlega gaman, auðvitað langar mann að taka þátt í þessu, sérstaklega þegar gengur svona vel”.

Hvaða árangri á FH eftir að ná í sumar?

“Við erum búnir að missa tvo bestu leikmenn íslandsmótin undanfarin ár þá Heimi og Allan, og það er ekkert hlaupið að því að fylla þeirra skarð. Þetta á eftir að verða erfitt. En mótið er stutt þannig að það er lítið hægt að segja. Menn koma með ýmiskonar læti og yfirlýsingar en svo getur verið erfitt að fylgja því eftir”.

Á þessum tímapunkti varð síminn hans Sverris rafhlöðulaus en ég nota þá bara tækifærið og þakka honum fyrir þessar mínútur.

Aðrar fréttir