Sverris Reynis rýnir í úrslitakeppnina!

Sverris Reynis rýnir í úrslitakeppnina!

Sverris Reynis rýnir í úrslitakeppnina!

 

Nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir, en úrslitakeppni N1 deildarinn hefst laugardaginn 13 apríl kl 15:00 þegar Frammarar mæta í heimsókn í Krikann. Fh.is tók púlsinn á einhverjum alharðasta og fórnfúsasta FH-ing sem til er. Það er engin annar en Sverri Reynisson en hann ætti að vera FH-ingum góðu kunnugur enda varla til það verkefni sem Sverrir hefur ekki tekið að sér í kringum FH. Sverrir er ómissandi póstur þegar kemur að öllu í kringum leikina hjá FH.

 

 

En hvað hefur Sverrir um úrslitakeppnina að segja?

Mér sýnist þetta verða hörð barátta í ár, kæmi ekki á óvart ef báðar rimmur fari í 5 leiki.

 

Hvernig lýst þér að Fram komandi mótherja FH?  

 

Fram-liðið var búið að vera á miklu skriði þar til þeir mættu í Krikann í þriðju umferð og lentu á vegg.  Síðan töpuðu þeir á móti IR í síðastu umferð og spurning hvort þeir nái upp sömu baráttu á ný.

 

Hvað þarf marga aðila til að vinna í kringum einn heimaleik í úrslitakeppninni og er búið að manna allar stöður?

Það eru nú ótal hlutir sem þarf að græja fyrir leiki, á meðan leikur er og eftir leik.   Ætli þetta séu ekki um 20-25 manns sem þarf á hvern leik ef vel á að vera, en erum því miður alltaf undirmönnuð….

Væri gaman að sjá ný andlit að aðstoða okkur og skora á þá sem hafa áhuga að láta heyra frá sér. sverrir@fh.is

 

 

Nú hefur þú oft verið talinn berdreyminn. Hvað eru margir heimaleikir eftir á þessu tímabili og sérðu okkur lyfta bikarnum í vor?

Jú rétt er það að mig hefur dreymt ó-orðna atburði  og margir ekki enn komið fram.  En ég bíð mjög spenntur eftir að þeir gerist……  sérstaklega þegar Euro-potturinn kemur í mínar hendur.  Og svo eitthvað persónulegt sem ekki verður nefnt hér. En handboltalega hefur mig ekki dreymt mikið, en ég sé fyrir mér 4 heimaleiki.

 

Hvað viltu segja við FH-inga í tilefni af úrslitakeppninni?

 

Nú er komin ný keppni, þar sem allir hlutir skipta máli.  Stuðningur FH-ingar er stór hluti af því, eins og sýndi sig 2011.  Þá stund viljum við upplifa aftur með stuðningi ykkar.

Jákvæður stuðningur af pöllunum og hvatning ykkar er lykillinn af

Aðrar fréttir