Tap á Akranesi

Tap á Akranesi

FH-ingar léku undan strekkingsaustanátt í fyrri hálfleik. FH-ingar pressuðu meira án þess þó að skapa sér færi. Leikmönnum gekk illa að spila boltanum sín á milli og var boltinn oftar en ekki út af vellinum. Skagamenn fengu eitt mjög gott færi þegar þeir komust einn á móti markmanni en boltinn fór naumlega framhjá. Hinum megin fékk Brynjar Benediktsson gott færi þegar hann komst einn í gegn en lék boltanum of langt í stað þess að skjóta strax og tækifærið rann út í sandinn.

Skagamenn náðu svo forystunni á 33. mínútu með marki eftir hornspyrnu. Þar var slök dekkning hjá FH-liðinu.

Litlu munaði að FH jafnaði strax úr næstu sókn þegar Sigurður Örn Arnarson átti hörkuskot sem markvörður ÍA varði glæsilega í þverslá og yfir.

Í seinni hálfleik sóttu FH-ingar gegn vindinum og boltinn var talsvert meira á okkar helmingi án þess að við ættum í einhverjum sérstökum vandræðum. Skagamenn gerðu hins vegar út um leikinn með tveimur mörkum á 49. mínútu og þeirri 69.

FH-ingum gekk illa að skapa sér færi gegn vindinum en Örn Rúnar Magnússon koms næst því að skora undir lokin en skotið fór framhjá.

Sanngjarn sigur Skagamanna en kannski full stór.

Mestu menn FH voru Magnús Óli markvörður sem greip oftar en ekki vel inní og skilaði boltanum ótrúlega vel frá sér gegn vindinum. Sannarlega mikið efni þar á ferð.
Árni Grétar átti sömuleiðis mjög góðan leik, barðist vel og var duglegur og skilaði boltanum yfirleitt vel frá sér. Besti maður FH var þó Hafþór Þrastarson hinn eitilharði varnarmaður.

Aðrar fréttir