Tap fyrir Val

Tap fyrir Val


   

N1 deild karla, Kaplakriki, fimmtudagurinn 12. mars 2009, kl 19:30


FH varð að sætta
sig við tap 27-32 gegn Val á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var í járnum í fyrri
hálfleik og liðin skiptust á að hafa forystu. Valsmenn sýndu síðan mátt sinn og
megin í seinni hálfleik og sigruðu eins og áður segir nokkuð örugglega. Fjöldi
manns lagði leið sína í Krikann en frítt var á leikinn í boði Byrs,
aðalstyrktaraðila FH.


Fyrri hálfleikur

FHingar voru
klárlega vel undirbúnir þegar flautað var til leiks og allt annað að sjá til
leikmanna en hefur verið í síðustu tveimur leikjum. Menn voru áræðnari í sókn
og létu finna fyrir sér í vörn. Jafnt var á öllum tölum og skiptust liðin á að
hafa forystu. Einhvern veginn fékk maður þó á tilfinninguna að Valsmenn hefðu
minna fyrir sínum mörkum og oft einum of einfalt fyrir þá að skora. Engu að síður
fín framför og menn eins og Aron og Bjarni að spila vel, Steini og Pálmi voru
að spila fínan varnarleik saman á miðjunni þó svo að léttleiki og snerpa hafi
ekki verið þeirra sterkasta vopn, þá fremur reynsla og styrkur. Staðan í hálfleik
14-15 Val í vil.

 

Seinni hálfleikur

Fljótt í seinni hálfleik
fór þetta að breytast. Valur náði fljótt þriggja marka forystu og smátt og smátt
juku þeir muninn. Gæði sóknarleiks FH minnkaði, menn misstu hreyfanleikann og
yfirvegunina og áfram virtist mun erfiðara að brjóta upp Valsvörnina heldur en
FH vörnina. FH liðið nýtti illa sín færi oft einn á móti einum og má segja að Ólafur
markvörður hafi gert gæfumuninn fyrir Valsmenn. Valsmenn breyttu stöðunni úr
18-20 í 21-28 þegar 10 mínútur voru eftir og lítil von virtist vera á sigri
okkar manna. FH liðið réð ekki við þennan mun en klóruðu örlítið í bakkann og
endaði leikurinn eins og áður sagði 27-32.

 

Niðurstaðan

Eftir miklar
framfarir í fyrri hálfleik frá síðustu tveimur leikjum hrakaði leik liðsins
töluvert í seinni hálfleik, fátt virtist ganga upp, menn pirruðust og
yfirvegunin í sóknarleiknum var lítil enda brenndu menn á fjölda dauðafæra í
gær. FH er sem stendur í 5. sæti, 2 stigum á undan Akureyri og þrem stigum á
eftir Fram. Tveir leikir eru eftir af móti, einmitt gegn Fram 29. mars og gegn
Víkingi 5. apríl. Fram á síðan leik gegn Akureyri fyrir norðan 5. apríl.

 

Úrslitakeppnin enn raunhæf

Möguleikinn á úrslitakeppnissæti
er enn til staðar. FH þarf að vinna Fram og Víking og ná 22 stigum og Fram þarf
að gera jafntefli eða

Aðrar fréttir