Tap gegn Aftureldingu

Tap gegn Aftureldingu

Stelpurnar í mfl. kv. töpuðu 4-1 gegn Aftureldingu í 3. Umferð Pepsi-deildarinnar á Varmárvelli í gærdag.

Heimamenn skoruðu 3 mörk í fyrri hálfleik en Ana Rita svaraði með einu marki. Í síðari hálfleik bættu heimamenn svo við einu marki.

Fyrir leikinn hafði liðið tapað fyrir KR á útivelli og Val á heimavelli. Því missti FH af góðu tækifæri til að koma sér inn í mótið í gær. Vitað var að það væri að brattan að sækja í sumar en  þrjú töp í fyrstu þrem leikjunum eru sannarlega vonbrigði. Lið FH verður að gera betur á móti þeim liðum sem búist var við að myndu veita þeim mesta keppni um sæti í deildinni. Spilamennska liðsins hefur ekki verið nægjanlega sannfærandi og sóknarleikurinn bitlaus. Tölfræðin talar sínu máli.

Framundan er leikur gegn sterku liði Fylkis á fimmtudaginn næstkomandi í Krikanum kl. 19:15. Nú verða leikmenn að mæta gráir fyrir járnum til leiks og sækja stig á heimavelli. Tækifærin eru fyrir hendi. Liðið er mun betra en það hefur sýnt og nú er komin tími til að kalla fram þann kraft sem liðið sýndi á undirbúningstímabilinu.

Við hvetjum FH-inga til að mæta og styðja stelpurnar. Oft var þörf en nú er nausyn!

Aðrar fréttir