Tap gegn Fylkir

Tap gegn Fylkir

Í gærkvöldi fór fram leikur FH og Fylkis í Pepsi deild kvenna í Krikanum.

Umgjörðin var sem fyrr eins og best gerist og ekki skemmdi einstök blíðan fyrir. Um 200 manns mættu og skemmtu sér vel yfir fjörugum leik.

Leikuppstilling 5-4-1

Birna Berg

Sigga

Elsa Petra-Bella-Sara-Dínó

Dagmar-Silja-Ana Rita-Magga

Sandra

Jafnræði var með liðunum framan af en smátt og smátt tók sóknarþungi gestanna að aukast. Það skilaði þeim svo tveim mörkum með stuttu millibili þegar liðið var á fyrri hálfleik. FH minkaði munin skömmu fyrir leikhlé þegar Sigríður Ziemsen sett´ann í vinstra hornið úr vítaspyrnu. Staðan í hálfleik 1-2

Í síðari hálfleik var einnig jafnræði með liðunum en aftur voru það gestirnir sem voru fyrri til að skora. Þegar um 15 mín. Voru eftir minkaði svo Guðrún Björg munin eftir góðan undirbúning Sigrúnar Ellu. Þær stöllur höfðu komið inn á sem varamenn skömmu áður. Vel gert og FH komið inn í leikinn að nýju. Fylkismenn voru hins vegar vandanum vaxnir og kláruðu leikinn með glæsilegu marki á síðustu andartökunum. Lokatölur 2-4.

Það var margt jákvætt í leiknum í gær þrátt fyrir tap. Mikilvægi Silju Þórðardóttur fyrir liðið kom bersýnilega í ljós. Hún hefur mikla útgeislun á velli sem smitar sér til annarra leikmanna. Þannig kom meiri barátta í liðið heldur en áður hefur verið, liðið hélt boltanum betur og betra flæði var á milli kanta. Það vantaði ekki mikið upp á að FH næði að krækja í stig. Það má samt ekki taka neitta af Fylkismönnum sem einnig spiluðu vel og eru augljóslega með sterkari liðum í deildinni í ár. Nái lið FH að fylgja þessum leik eftir í næstu leikjum verður þess ekki langs að bíða að stigin fari að koma í hús.

Næsti lekur FH er gegn Grindavík, þar í bæ, kl. 19:15 þriðjudaginn 1. næstkomandi.

Aðrar fréttir