Tap gegn Val

Tap gegn Val

Í gærkvöldi fór fram leikur FH og Vals í 2. Umferð Pepsi-deildar kvenna í Kaplakrika. Aðstæður voru ágætar: þokkalega hlýtt og lygnt en aðeins rigndi. Umgjörðin um leikin var fín og fjöldi sjálfboðaliða stóð vaktina með miklum sóma. Um 200-300 manns létu fara vel um sig undir nýju þaki á glæsilegri stúkubyggingu í Krikanum.

Leikskipulag: 4-5-1

Það er skemmst frá því að segja að í fyrri hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. Helst var það Sigrún Ella Einarsdóttir sem reyndi að færa boltann framar á völlinn en fékk til þess lítinn stuðning. Valsmenn skoruðu 6 mörk án þess að FH fengi færi.

FH mætti aðeins ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og stelpurnar náðu fáeinum skotum á markið. Valur bætti hins vegar við þremur mörkum. Lokatölur 0-9.

FH sýndi andstæðingum sínum allt of mikla virðingu. Sem dæmi má nefna að varla var dæmd aukaspyrna á okkar menn. Ef liðið ætlar sér að gera eitthvað gegn þessum sterkustu liðum verðum í það minsta að berjast og mæta í návígin. Ekki verður við markmann FH að sakast í leiknum en vörnin var líkt og á KR-vellinum ekki sannfærandi. Í fyrsta lagi þá var varnarlínan mjög hátt á vellinum og freistaði þess að fá rangstöðu dæmda á andstæðingana sem tókst ekki. Of mikið bil var á milli manna og færslur illa útfærðar. Það gerði það að verkum að Valsmenn áttu greiða leið að marki FH. Ólíkt vörninni var miðjan of aftarlega á vellinum og gerði sig aldrei líklega til að halda boltanum og færa hann framar á völlinn. Líkt og í leiknum gegn KR studdu miðjumenn ekki nægjanlega vel við sókn liðsins og því fengu sóknarmenn úr ákaflega litlu að moða. Erfitt er að dæma um sóknarmenn liðsins þar sem lítið reyndi á þá. Fremstu menn verða þó að halda boltanum betur til auka sóknarþunga liðsins.

Það er vart hægt að taka einhverja úr og liði FH og segja að þeir hafi staðið sig vel. Sigrún Ella Einarsdóttir var óhrædd við bera upp boltann og taka menn á. Það má sjá miklar framfarir í leik Sigrúnar sem einnig spilaði vel í síðasta leik. Sigrún fór hins vegar útaf í hálfleik og eftir það var vængspil FH lamað. Sara Atladóttir er ungur og upprennandi varnarmaður sem alltaf berst fyrir lið sitt og það var engin undantekning á því í gær. Þá var Sigmundína Sara einnig sannfærandi í vinstri bakvarði. Aðrir voru að þessu sinni undir pari. Liðið er að stórum hluta ungt að árum en hafa ber í huga að líf knattspyrnukvenna hefst snemma. Í liðinu eru einnig eldri og reyndari leikmenn sem verða stíga upp á dögum sem þessum og fara fyrir liðinu.

Það verður að segjast eins og er að frammistaða FH var ekki boðleg á heimavelli. Fyrir leikinn var vitað að við ramman reip væri að draga þar sem lið Vals er eitt það besta í dag. En ef FH ætlar að sanna tilverurétt sinn í deildinni verða þær að gera mun betur. Eftir 180 mínútur spilaðar hefur liðið fengið á sig 11 mörk og ekki náð að skora.

Fyrir mót var búist við því að liðið gæti spilað tvær umferðir, við KR og nú síðast Val, án þess að fá stig. Það er ekki á vísan að róa gegn þessum fornfrægu liðum. Nú verður liðið, hins vegar, að bíta í skjaldarendur og stimpla sig inn í mótið. Framundan er hörku leikur á laugardaginn kl. 14:00 gegn Aftureldingu á Varmárvelli.

Við skorum á FH-inga að mæta og styðja stel

Aðrar fréttir