ÞAÐ ER GAMAN AÐ TILHEYRA !!

ÞAÐ ER GAMAN AÐ TILHEYRA !!

Handknattleiksdeild FH býður í kaffi og konfekt mánudaginn 15. september kl: 19.30 í Sjónarhól Kaplakrika

Kæri FH-ingur.

Það er gaman að tilheyra sagði gegnheill FH-ingur hér um árið þegar hann og hans frú mættu í kaffi og konfekt í Kaplakrika og spjölluðu við mann og annann.

Þessi fleygu orð koma upp í huga minn þegar ég rita þetta bréf og óska eftir að fá þig til liðs við okkur í vetur.

Handboltinn er að fara af stað, Olísdeildin er framundan. Það er samstilltur hópur sem ætlar sér stóra hluti í vetur jafnt innann vallar sem utan og við viljum hafa þig með.

 

Heimaleikir FH eiga að vera upplifun, umgjörðin á að vera til fyrirmyndar og Kaplakriki á að skarta sínu fegursta þegar leikir fara fram.

Við viljum öll hafa þetta þannig, en það gerist ekki af sjálfu sér.

 

Stjórn handknattleiksdeildar og leikmenn meistaraflokks kvenna og karla hvetja alla þá sem hafa áhuga á að umgjörð heimaleikja í vetur verði sem glæsilegust að koma og spjalla við mann og annann.

Það er spennandi vetur framundan, margar hendur vinna skemmtilegt verk…  vertu með.

 

Það er gaman að tilheyra.

 

 

 

Kveðjan góð,

Ásgeir Jónsson

formaður handknattleiksdeildar FH

Aðrar fréttir