Það er komið að því………

Það er komið að því………

Handboltavertíðin hefst í kvöld með útileik hjá karlaliðinu, mæta þeir HK í Digranesinu kl 19:30.   Síðan á morgun föstud, hefja stelpurnar leik og mæta þá ríkjandi  meistarar frá Fram.

Karlaliðið hefur breyst töluvert eis og líst er vel í pistilum hér á undan.   Kvennaliðið hefur fengið nýja menn við stjórn, FH-inga í húð og hár.  Magnús Sigmundsson og Guðmundur Pedersen munu stýra hinu bráðefnilega kvennaliði í ár.

Karlaliði FH er spáð í öllum fjölmiðlum sæti í toppbaráttunni og efast ég ekki um að það verður svo.

 

Vil ég skora á alla FH-inga að drífa sig á völlinn og hvetja okkar lið í baráttunni í vetur.

Fimmtud 19 sept  karlaliðið:  HK-FH í Digranesi kl 19:30

Föstud 20 sept kvennaliðið:  FH- Fram  í Kaplakrika kl  19:30

 

HVETJUM FH TIL SIGURS…..  ALLTAF JÁKVÆÐA HVATNINGU………….  VIÐ ERUM FH !!!!!!!!!!

 

Aðrar fréttir