Það gengur vel hjá Bergi Inga Péturssyni í Finnlandi.

Það gengur vel hjá Bergi Inga Péturssyni í Finnlandi.

Bergur Ingi Pétursson sem æfir í Finnlandi um þessar mundir, keppir á sínu fyrsta móti á laugardaginn.
Mót þetta heitir (Seineoki)og er vetrar kastmót en það er hefð hjá Finnunum að keppa utanhúss á veturna þó svo að frostið sé allt að 20 gráðum.
Bergi hefur gengið vel ytra og er finnski þjálfari hans ágnægður með gang mála. Í stuttu samtali við þjálfara Bergs sagðist hann vera mjög ánægður með líkamlegan styrk Bergs og að grunntæknin væri í lagi það yrði bara að slípa hann til með meira kastálagi.
Búast má við að Bergur bæti sinn besta árangur á þessu fyrsta móti þó svo að hann sé í miklu æfingarálagi um þessar mundir.

Aðrar fréttir