Þórarinn Böðvar Þórarinsson a.k.a Tóti í bráðskemmtilegu viðtali á fh.is:

Þórarinn Böðvar Þórarinsson a.k.a Tóti í bráðskemmtilegu viðtali á fh.is:

Hvernig lýst þér á FH liðið eins og það er að spila þessa dagana?

FH er að leika mjög vel þessa dagana. Sóknarleikurinn hjá okkur undanfarið er gríðarlega skemmtilegur en við erum að ógna á mörgum vígstöðum. Síðustu ár hefur liðið verðið n.k skyttulið en í dag erum við að vinna meira fyrir hvern annan sem gerir það að verkum að við erum að skora meira úr hornum og af línu en oftast áður. Varnarleikurinn hefur verið frábær með Andra Berg, Sigga Ágústs og Ísak Rafnsson í broddi fylkingar (ótrúlegt að að hann og Tryggvi séu bræður). Danni er búinn að vera frábær í markinu og einfaldlega besti markmaður deildarinnar.
Ási er búinn að vera vera frábær eftir að hann byrjaði að hlusta á vinnufélaga sína í Lækjarskóla en við í KÚL(Karlar úr Lækjarskóla) leggjum línurnar fyrir hvern leik og undanfarið hefur það farnast vel.

Hægri vængurinn er mjög ógnandi með Guðna Ágústsson … meinti Ragga sem hefur verið öflugur í vetur bæði vörn og sókn. Einar Rafn hefur komið sterkur inn og hann og Ari eru flottir í horninu. Þorkell og Bjarki hafa einnig leikið vel í vetur í vinstra horninu og gaman að sjá Magga Óla koma sterkan inn á þessu tímabili. Siggi Ágústs, einn óheppnasti línumaður norðan Alpafjalla hefur verið drjúgur í vetur en nú er Atli Rafn kominn aftur léttari sem aldrei fyrr og veitir honum fína samkeppni. Logi er svo sér kapítuli út af fyrir sig. Frammistaða hans í síðasta leik var frábær og vonandi heldur hann áfram uppteknum hætti. En eins og faðir hans, Geir Hallsteinsson, sagði við okkur í öðrum flokki um árið “það er stutt í kúkinn”. Við verðum að vera að vera á tánum og tilbúnir í alla leiki.

Þórarinn Böðvar ÞórarinssonNú er gríðarlega stór hluti FH-liðsins alinn upp á fjölum Kaplakrika. Hefur þetta ekki mikla og þýðingu fyrir stuðningsmenn FH ?

Algjörlega. Menn vilja sjá leikmenn sem hafa komið upp yngri flokkanna í félaginu blómstra í meistaraflokki. Þetta er ungt lið en þeir leikmenn sem hafa komið til okkar hafa greinilega náð að aðlagast félaginu vel sem er til sóma.Það er einnig gaman að sjá á á HSÍ.IS að yngri flokkar FH eru meira og minna í efsta sæti frá 2.flokki karla og niður í 6.flokk. Frábært starf unnið í yngri flokkum enda hefur félagið verið duglegt að ala upp leikmenn.

Fyrir liggur  leikur tveggja heitustu liðanna í augnablikinu F

Aðrar fréttir