
Þórarinn Böðvar Þórarinsson
Hver er steiktasti FH-ingurinn? Lúðvík Arnarson.
Titlar og viðurkenningar: Þrefaldur Íslandsmeistari í handbolta, tvöfaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvisvar í sigursveit í Víðavangshlaupi Íslands.
Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér? Maður með trefill
Áhugamál utan boltans: Kvenfélög
Af hverju FH? Hafsjór af frábæru fólki.
Hverjir eru helstu kostir FH? Fólkið og sigurviljinn.
Hverjir eru helstu gallar FH? Félagasaðstaðan
Eftirlætislið í enska boltanum? Liverpool
Eftirlætisíþróttamaður? Kenny Dalglish og Þorgils Óttar
Boxer eða afanærbuxur? Geng í afanærbuxum
G- eða T-strengur? Ha?
Ljóskur eða brunettes? Allt litrófið
Mesta gleði í boltanum? Íslandsmeistari í 2. flokki í handbolta
Mesta sorg í boltanum? Þegar ég stóð upp í stúkunni árið 1987 og hrópaði Völsungur í 2. deild þegar FH var 3-0 yfir og hálftími eftir. Völsungur jafnaði 3-3 og FH féll niður!
Hver er efnilegastur í boltanum? Það er hafsjór af ungum og efnilegum krökkum að koma upp. Ég bendi sérstaklega á 4. flokk kvenna í fótboltanum!
Án hvers gætirðu ekki verið? Trefils, rótsterks kaffis, fjölskyldu og félaga minna.
Mestu mistök? Nóg af þeim.
Hver er pínlegasta staða sem þú hefur lent í? Á ekki erindi á þessa síður
Æðsta takmark? Ná endurholdgun.
Hvað myndirðu grafa á legsteininn? Gráttu ei, ég er endurholdgaður
Eftirminnilegasta atvik úr boltanum? Í 6. flokki þegar Orri Þórðarson sparkaði í rassinn á Sigga svarta Haukadómara þegar við töpuðum úrslitaleik fyrir Víking.
Hvaða þekktri persónu vildirðu helst kynnast? Denis Thatcher, manni Margrétar Thatcher.