Þórarinn Böðvar til Liverpool!!

Þórarinn Böðvar til Liverpool!!

„Þetta er auðvitað ótrúlegt tækifæri og ég hélt að það væri eitthvað grín þegar Rick Parry hringdi í mig í síðustu viku. Ég starfaði í London fyrir nokkrum árum og kynntist þar manni sem er í stjórn Liverpool og ég hef verið í sambandið við þá síðan. Þjálfari kvennaliðsins, Neil Ridgewell þurfti svo að hætta nýlega og þvi höfðu þeir samband við mig um að taka þetta að mér!“

Tóti útilokar ekki að taka með sér sinn hundtrygga aðstoðarmann Svavar Sigurðsson með sér þó svo að hann sé ekki þekktur fyrir neitt annað en að vera Arsenalmaður:

„já ég er rétt búinn að nefna það við Svabba að koma með mér en hann er hálfnaður með íþróttafræðinámið í HR og því kannski ekki klár alveg strax. En dyrnar verða klárlega alltaf opnar fyrir Svavar. Annars hlakka ég bara til að fara þarna út, ég verð á leiknum í meistaradeildinni í næstu viku gegn Arsenal og hlakka til að vinna þarna, kannski fæ ég skrifstofu við hlið Rafa Benitez, maður veit aldrei.“

Orri Þórðarson er æskufélagi Tóta og hafa fréttir borist af því að hann sé í áfalli við þessar fréttir. Hann er að sjálfsögðu gríðarlega ánægður enda þetta einn mesti heiður sem íslenskum þjálfara hefur áskotnast en Orri er vægast sagt harður United maður:

„Orri en auðvitað einlægur maður og mikill Manchester maður. Hann trúði þessu ekki fyrst en skilur mig vel að ég ætli að taka starfið að mér. Hann hefur þó útilokað sig frá því að koma sem aðstoðarmaður“

Við spurðum Tóta næst hvort það komi til með að vera hægt að mynda samstarf milli klúbbana og hvernig hann sjá það þá verða:

„FH er auðvitað sá klúbbur sem stendur næst mínu hjarta og Liverpool er á sama stað núna. Ég mun í mínu starfi sem framkvæmdarstjóri kvennaliðs Liverpool gera það sem hentar klúbbnum best og ef það eru leikmenn í FH sem ég get notað þá mun ég reyna að kaupa þær. Það eru einnig góðir þjálfarar í FH og mér líkar ekki þjálfararnir í Liverpool þá mun ég líta hýru auga til Hafnarfjarðar, reyndar reikna ég ekki meö öðru en að félagið sé vel stætt þjálfaralega séð en maður veit aldrei“

Við FH-ingar óskum Tóta til hamingju með starfið og hlökkum til að fylgjast með honum á næstu mánuðum og árum.

Aðrar fréttir