Þórdís og Hilmar að gera það gott

Þórdís og Hilmar að gera það gott

Þórdís Eva Steinsdóttir og Hilmar Örn Jónsson stóðu sig með glæsibrag um helgina. Í 400m hlaupinu vakti árangur Þórdísar Evu Steinsdóttur (á 16. aldursári) mikla athygli en hún veitti Örnu harða keppni og kom í mark á tímanum 55,00 sek. Árangur Þórdísar Evu er betri en lágmarksárangur sem IAAF skilgreinir fyrir þátttöku í 400m  hlaupi stúlkna á HM U20 sem fram fer í Póllandi í sumar. Þórdís Eva er komin með árangur á þetta mót og er stórkostlegt að frjálsíþróttahreyfingin skuli eiga stúlku á 16 aldursári sem sé komin inn á Heimsmeistaramót U20.

Hér má sjá stöðuna á heimslistanum þar sem Þórdís Eva trónir á toppnum:

European Junior Indoor Top 30 2016

 

http://www.european-athletics-statistics.org/db/xml/euroranking.php?Season=2016&Indoor=1&Gender=w&Event=70&List=junior

 

Hilmar Örn, sem stundar nám og æfingar í Bandaríkjunum, keppti á sínu fyrsta háskólamóti á föstudaginn í Lexington, Kentucky. Þar sigraði hann glæsilega í 35lb (15,88kg) lóðkasti, kastaði 19,91m og setti þar með Íslandsmet innanhúss í karlaflokki og flokki 20-22 ára pilta. Þar átti Eggert Bogason FH bestan árangur fyrir sem sett var 1986 í Louisiana. Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um mótið og árangur Hilmars.

 

http://results.flotrack.org/2016/01-22-Kentucky/Web/Horz.php?EN=36&RN=1&D=1

Aðrar fréttir