Þórdís og Hilmar að gera það gott

Þórdís og Hilmar að gera það gott

Þórdís Eva Steinsdóttir og Hilmar Örn Jónsson stóðu sig með glæsibrag um helgina. Þórdís, sem verður 16 ára í ár, keppti í 400m hlaupi og hljóp á 55,00 sek. Hún lenti í öðru sæti á eftir Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur FH sem hljóp á 54,83sek. Með þessum glæsilega árangri náði Þórdís Eva lágmarkinu á HM 19 ára og yngri sem fram fer 19.-24.júlí í Bydgoszcz í Póllandi.

Hilmar Örn, sem stundar nám og æfingar í Bandaríkjunum, keppti á sínu fyrsta háskólamóti á föstudaginn í Lexington, Kentucky. Þar sigraði hann glæsilega í 34 lbs lóðkasti og setti þar með Íslandsmet innanhúss í karlaflokki og flokki 20-22 ára pilta. Þar átti Eggert Bogason FH bestan árangur fyrir sem sett var 1986 í Louisiana. Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um mótið og árangur Hilmars.

 

http://results.flotrack.org/2016/01-22-Kentucky/Web/Horz.php?EN=36&RN=1&D=1

Aðrar fréttir