Þórey Edda Elísdóttir keppir á lokamóti IAAF í dag í Mónaco.

Þórey Edda Elísdóttir keppir á lokamóti IAAF í dag í Mónaco.

Frétt fengin af heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.
Þórey Edda Elísdóttir keppir á lokastigamóti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF Grand Prix Final) í Monaco á sunnudaginn.

Á lokamótið er bestu frjálsíþróttamönnum heims í hverri grein boðin þátttaka og er Þórey Edda í góðum félagsskap átta af níu bestu stangarstökkskonum heims á þessu ári, en allar bestu verða með á sunnudaginn, nema Stacy Dragila frá Bandaríkjunum, sem á þriðja besta árangur ársins.
Þórey Edda er í 7.sæti heimslistans það sem af er árinu og einnig í 7.sæti á “ranking” lista IAAF í stangarstökki kvenna.
Fyrri talan þýðir staða á heimslista og seinni talan staða á “ranking” lista IAAF.

Keppendalistinn í stangarstökkinu á sunnudaginn:
1.(1.) Yelena ISINBAYEVA
2.(2.) Svetlana FEOFANOVA
4.(4.) Monika PYREK
5.(5.) Anna ROGOWSKA
6.(6.) Tatyana POLNOVA
7.(7.) Thórey Edda ELISDÓTTIR
9.(9.) Anzhela BALAKHONOVA
9.(9.) Vanessa BOSLAK

Sjónvarpið sýnir beint frá mótinu báða daga frá kl. 12:00-15:00, en flestir bestu frjálsíþróttamenn heims eru skráðir til leiks um helgina.

Aðrar fréttir