Þórey Edda Elísdóttir keppir í dag á HM í Búdapest

Þórey Edda Elísdóttir keppir í dag á HM í Búdapest

Þórey keppir í dag á HM í Búdapest.
Keppni í stangarstökki kvenna hefst klukkan 15.30 að íslenskum tíma.

Aðeins verður keppt í einum hópi í stangarstökki kvenna á HM en 20 konur er skráðar til keppni.
Til að tryggja sér sæti inn í úrslit þurfa keppendur að stökkva yfir 4,45 metra, en þó munu alltaf lágmark átta tryggja sér sæti í úrslitunum sem fram fara á laugardaginn, þó svo að færri fari yfir 4,45 metra.
Á HM innanhúss í Birmingham fyrir ári síðan stökk Þórey Edda 4,30 metra og komst ekki í úrslit, en hún hefði þá þurft að stökkva 4,35 metra til að komast í úrslit. Vonandi tekst henni það að þessu sinni, en hennar besti árangur á þessu ári er 4,50 metrar. Íslands- og Norðurlandamet Þóreyjar er hinsvegar 4,51 metri frá árinu 2001.

Fréttin er tekin af fri.is

Aðrar fréttir