Þórey Edda og Silja sigruðu í Evrópubikarkeppninni

Þórey Edda og Silja sigruðu í Evrópubikarkeppninni

Fyrri dagur.
Þórey Edda sigraði í stangarstökki þegar hún stökk 4.20 m í fyrstu tilraun og reyndi síðan við 4.42 m en því miður felldi hún þá hæð þrívegis.
Silja sigraði í 400 m grindarhlaupinu þegar hún hljóp á 59.24 sek.
Óðinn Björn varð þriðji í kúluvarpi er hann varpaði kúlunni 15.78 m .
Bergur Ingi varð þriðji í sleggjukasti og kastaði yfir 60 m í fyrsta sinn og náði lágmarki fyrir Heimsmeistaramót unglinga 19 ára og yngri. Bergur kastaði 61,36 m og hefur bætt sig um tæpa 8 metra frá árinu 2003.
Björgvin varð í fimmta sæti í 400 m grindahlaupi á ágætum tíma 53,50 sek.
Þá kepptu Bjarni Þór og Silja í 4×100 m boðhlaupi, karlasveitin varð í 5. sæti á 42,25 sek og konurnar gerðu ógilt.
Seinni dagur.
Óðinn Björn varð þriðji í kringlukasti og kastaði 53,49 m.
Silja varð í fjórða sæti í 200 m hlaupi á tímanum 24,26 sek og í fimmta sæti í 100 m grindahlaupi á tímanum 13,99 sek. Þá var hún í sveit Íslands sem varð í sjötta sæti í 4×400 m boðhlaupi.
María Kristbjörg varð í sjötta sæti í sleggjukasti með 44,30 m, sem er besti árangur hennar á árinu.
Arnar Már Þórisson keppti í sinni fyrstu landskeppni og varð sjöundi með 60,06 m í spjótkasti.
Björgvin og Bjarni Þór kepptu í 4×400 m boðhlaupi og var sveit Ísland í sjötta sæti.

Aðrar fréttir