Þorgerður Katrín Gunnarsdótti

Þorgerður Katrín Gunnarsdótti


Nafn:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Fæðingarstaður:
Reykjavík

Fæðingar ár:
1965

Hvernær byrjaðir þú að halda með FH?
1982, þ.e. með karlaliðinu í handbolta – og það ekki af ástæðulausu. Geng síðan sjálf í FH 1984

Útaf hverju FH?
Í byrjun var það einfaldlega sætasti strákurinn sem var ástæðan en síðar gallhörð og samhent FH-fjölskylda sem ég átti því láni a fagna að tengjast

Titlar og viðurkenningar ?
Íslands- og bikarmeistari í yngri flokkum með ÍR í handbolta. Bikarmeistari með sama liði 1983. Titlarnir með FH hafa komið í gegnum “kallinn”

Hefur þú leikið með FH, þá hvað, hvenær, með hverjum og í hverju? Gekk í FH 1984, spilaði línu og horn í handbolta

Áhugamál utan boltans?
Hestar, útivist og sveitin

Hverjir eru helstu kostir FH?
Gott fólk, kraftur, samheldni og skemmtilegheit

Hverjir eru helstu gallar FH?
Á stundum of mikið tuð

Eftirlætislið í enska boltanum?
Liverpool

Eftirlætisíþróttamaður?
Kristján Arason

Mesta gleðistund með Fimleikafélaginu?
Þrennan í handboltanum 1992 og síðan fyrsti titillinn í knattspyrnunni í mfl fyrir 2 árum

Mesta sorg í boltanum?
Úff – er því betur fer fljót að gleyma sárindum og sorgum

Hver er efnilegasti FHingurinn að þínum mati?
Margir góðir á mörgum sviðum, því ekki rétt að taka einn umfram annan út úr hópnum

Án hvers gætirðu ekki verið?
Fjölskyldunnar – og vatns

Hver er pínlegasta staða sem þú hefur lent?
Þegar ég óskaði gamalli skólasystur sem ég hafði ekki séð í nokkur ár til hamingju með að vera komin langt á leið – en það var hún bara ekki!

Skilaboð til FHinga:
Stöndum saman – alltaf

Aðrar fréttir