Þorrablót FH 2024

Þorrablót FH verður haldið með pompi og prakt laugardaginn 27.janúar næstkomandi.

Dagskrá hefur verið kynnt og er ekki af verri endanum.

Bræðurnir Jón og Frikki mæta, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar, Birgitta Haukdal og Helgi Björns. Anna Svava sér svo um að veislustýra þessu geggjaða partýi.

Jói í Múlakaffi sér um að fæða mannskapinn og verður lambakjöt fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn. Einnig verða vegan réttir á svæðinu.

Bókaðu borð á gardar@fh.is eða einar@fh.is. Fá borð eftir.

Aðrar fréttir