Þróttur – FH Aðdragandi

Þróttur – FH Aðdragandi

http://www.ksi.ishttps://fh.is/media/merki_felaga/small/Trottur_logo_2004_Skjar100x300.jpg                    The image “http://kassiesa.com/uefaclubs/images/FH-Hafnarfjardar.png” cannot be displayed, because it contains errors.

     Þróttur                       VS                        FH

Höllin, föstudaginn 15. febrúar 2008, kl 19:15

Sælir FHingar góðir. Við í mfl FH ætlum að kíkja inn í syndaborgina Reykjavík á föstudagskvöld. Þróttur sem er gamalt stórveldi í handbolta hefur bækistöðvar sínar í skuggahverfinu Laugardal og ætlum við að etja við þá kappi á þjóðarleikvangi okkar Íslendinga, nefnilega sjálfri Laugardalshöll. Leikur hefst stundvíslega kl 19:15 að staðartíma.

Þróttarar komu nokkuð á óvart í byrjun móts og tóku 2 leiki, unnu Hauka 2 og Gróttu. Þeir hafa síðan átt við ramman reip að draga og tapað öllum sínum leikjum. Við FHingar höfum aftur á móti langmestan hluta mótsins verið í efsta sætinu, tapað 1 leik og gert 2 jafntefli, spilað sannfærandi fyrir áramót en átt í höggi við smá lægð eftir áramótin. Menn eru samt hressir, hafa enga ástæðu til annars og ætla sér að sýna sitt rétta ljós í framhaldinu.

Síðasti leikur við Þróttara
Í síðasta leik gegn Þrótti í Krikanum, þann 7. desember, sigruðum við með 17 mörkum, 34-17. Fyrri hálfleikur var la la hjá okkur. Við áttum erfitt með að stinga þá almennilega af, vorum í 4-6 marka forystu allan hálfleikinn, vorum klaufar í vörn og sóknin var misjöfn. Hálfleikstölur urðu 16-11. Liðið sýndi sitt rétta andlit í seinni hálfleik, byrjuðu hann af krafti, skelltu í lás í vörn og spiluðu heilt yfir vel. Við skoruðum í hálfleiknum 18 mörk gegn 6 og unnum leikinn því mjög sannfærandi.

Undirbúningur
Menn hafa alls ekki verið sáttir við frammistöðu liðsins eftir áramót. Við eigum klárlega miklu meira inni og eftir síðasta leik við Hauka 2 er orðið ljóst að  nú þarf þetta “miklu meira inni” að fara að brjótast út. Í vikunni hafa menn verið einbeittir, haft fókus í lagi. Er ekki í vafa um að það skili sér.

Ástand
Ástandið er ágætt. Teddi er reyndar meiddur á ökkla en batinn gengur vel. Heiðar er enn meiddur á öxl og óvíst hvenær bati verður. Guðmundur sá rautt í síðasta leik og er í banni. Valur kemur inn í hópinn eftir veikindi. Elvar þjálfari er svo í tímabundnu leyfi fram yfir þennan leik.

Annars er hópurinn þessi:

Markmenn
Hilmar
Danni

Aðrir leikmenn
Valur
Benni
Kalli
Árni Stefán
Óli Guðm
Óli Gúst
Aron
Guðni
Addi
Ari
Siggi
Steini

Þjálfari
Steini

Hjálparhellur
Heiðar
Svenni

Þróttur
Þróttarar eru nokkuð vel mannaðir með leikmenn eins og Gulla Garðars línumanninn knáa sem var hjá okkur í fyrra, Jón Gunnlaug Viggósson sonur þjálfarargoðsagnarinnar Viggós Sigurðssonar, og þ

Aðrar fréttir